drift logo

Um okkur

Með öflugri leiðsögn, tengslamyndun og aðgangi að nauðsynlegum úrræðum skapar DriftEA frjótt umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika og nýsköpun fær þann stuðning sem þarf til að blómstra.

Áhersla er lögð á að skapa nýjar stoðir atvinnulífs og byggja upp aðlaðandi og spennandi tækifæri fyrir komandi kynslóðir sem vilja búa á Norðurlandi. 

 

Markmiðið er að starfsemin stuðli að vexti öflugra og rekstrarhæfra fyrirtækja á svæðinu. 

bankinn-new.jpeg

Hvað?

Skapa miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar á Norðurlandi.

Hvernig?

Með því að byggja upp og nýta tengslanet, sækja fjármagn og bjóða ráðgjöf til að raungera nýjar hugmyndir og tækifæri.

Hvers vegna?

Markmiðið er að skapa aðlaðandi og spennandi tækifæri fyrir komandi kynslóðir á Norðurlandi.
 

  • DRIFT-EA_Fólkið-8007_Sesselja_Ingibjorg_Bardal_Reynisdottir.jpg

    Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir er framkvæmdastýra DriftarEA. Hún er reyndur stjórnandi, englafjárfestir og frumkvöðull sem brennur fyrir að skapa leiðandi samfélag nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Norðurlandi.

  • DRIFT-EA_Fólkið-7933_Kristjan_Thor_Juliusson.jpg

    Kristján Þór Júlíusson er stjórnarformaður DriftEA og hefur mikla reynslu úr atvinnulífi, stjórnsýslu og stjórnmálum. Hann býr að öflugu tengslaneti og er sannfærður um að nýsköpun muni fleyta samfélaginu á næsta stig.

_SSO7218.jpg

Markmiðið DriftarEA er að bjóða frábæra þjónustu við frumkvöðla á Íslandi og vera leiðandi í því að efla stuðning og skerpa sýn á verkefni sem falla undir áherslur félagsins; 

Hugmyndafræðin er sú að móta stuðning í afmarkaðan tíma, út frá þörfum hvers teymis fyrir sig og vinna þétt með frumkvöðlunum. Ekki er ætlast til að fólk hraði ferlinu sérstaklega heldur gefi sér frekar tíma til að þróa, prófa og vinna áfram að hugmyndinni. 

DriftEA mun greiða leið frumkvöðulsins og nýta skriðþunga stöndugs fyrirtækis til þess að valdefla, þjálfa og styðja hann til vaxtar. Með þessu verður vistkerfi nýsköpunar eflt og má ætla að aðdráttarafl DriftEA verði töluvert fyrir Akureyri, Eyjafjörð og Norðurland allt.