Um okkur
DriftEA er óhagnaðardrifið og sjálfstætt hreyfiafl sem styður við nýsköpun og frumkvöðla, staðsett í hjarta Akureyrar. Áhersla er lögð á að skapa nýjar stoðir atvinnulífs og byggja upp aðlaðandi og spennandi tækifæri fyrir komandi kynslóðir sem vilja búa á Norðurlandi. Markmiðið er að út úr DriftEA komi öflug og rekstrarhæf fyrirtæki.
Hvað?
Skapa miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar á Norðurlandi
Hvernig?
Með því að byggja upp/nýta tengslanet, fjármagn og laða að nýjar hugmyndir, tengsl og tækifæri
Hvers vegna?
Til að skapa aðlaðandi og spennandi tækifæri fyrir komandi kynslóðir sem vilja búa á Norðurlandi
Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir er framkvæmdastýra DriftarEA. Hún er reyndur stjórnandi, englafjárfestir og frumkvöðull sem brennur fyrir að skapa leiðandi samfélag nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Norðurlandi.
Kristján Þór Júlíusson hefur mikla reynslu úr atvinnulífi, stjórnsýslu og stjórnmálum. Hann býr að öflugu tengslaneti og er starfandi stjórnarformaður DriftarEA.
Fyrir hverja?
- Fólk sem vill vera hluti af nýsköpunarumhverfinu
- Fólk sem vinnur í starfi án staðsetningar
- Fólk sem vill vera hluti af skapandi samfélagi
- Fólk sem hefur áhuga á að stofna sitt eigið fyrirtæki
- Fólk sem þráir innblástur annað slagið
- Nemendur og starfsfólk fræðanets
- Fyrirtæki sem vilja bjóða starfsfólki upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi