drift logo

Frumkvöðlar

Á næstu vikum auglýsum við eftir umsóknum fyrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki í svokallaðan Hlunn (Incubator).

 

Markmiðið DriftarEA er að bjóða frábæra þjónustu við frumkvöðla á Íslandi og vera leiðandi í því að efla stuðning og skerpa sýn á verkefni sem falla undir áherslur félagsins; Matvælaframleiðslu, heilbrigðislausnir, lífefnaiðnað, hugbúnað fyrir sjávarútveg og grænar lausnir. Hugmyndafræðin er sú að móta stuðning í afmarkaðan tíma, út frá þörfum hvers teymis fyrir sig og vinna þétt með frumkvöðlunum. Ekki er ætlast til að fólk hraði ferlinu sérstaklega heldur gefi sér frekar tíma til að þróa, prófa og vinna áfram að hugmyndinni. DriftEA mun greiða leið frumkvöðulsins og nýta  skriðþunga stöndugs fyrirtækis til þess að valdefla, þjálfa og styðja hann til vaxtar. Með þessu verður vistkerfi nýsköpunar eflt og má ætla að aðdráttarafl DriftEA verði töluvert fyrir Akureyri, Eyjafjörð og Norðurland allt.

Snúnings stigi