Messinn
Messinn er samkomustaður skapandi og kraftmikils fólks, fyrirtækja og fræðanets. Þar tengjast nýsköpun, tækni, rannsóknir og frumkvöðlar með stórar hugmyndir.
Messinn er staðsettur á efstu hæð Strandgötu 1.

Verð

Aðstaða
Messinn er staðsettur á fjórðu hæð Strandgötu 1. Þar eru deiliskrifborð, næðisrými og aðgangur að fundarherbergjum. Í Messanum hittir þú frumkvöðla, fólk úr atvinnulífinu og getur sótt ráðgjöf og stuðning hjá Driftara. Þar getur þú einnig keypt léttar veitingar og tekið þátt í viðburðum á vegum Drift EA.

Fyrir hverja?
- Fólk sem vill vera hluti af nýsköpunarumhverfinu
- Fólk sem vinnur í starfi án staðsetningar
- Fólk sem vill vera hluti af skapandi samfélagi
- Fólk sem hefur áhuga á að stofna sitt eigið fyrirtæki
- Fólk sem þráir innblástur annað slagið
- Nemendur og starfsfólk fræðanets
- Fyrirtæki sem vilja bjóða starfsfólki upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi
Hafðu samband

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir
Framkvæmdastjóri DriftEA
Sesselja er reyndur stjórnandi, englafjárfestir og frumkvöðull sem brennur fyrir að skapa leiðandi samfélag nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Norðurlandi.