Gerast Driftari
Markmið okkar hjá DriftEA er að bjóða upp á bestu þjónustu við frumkvöðla á Íslandi og vera leiðandi í því að efla stuðning og skerpa sýn á verkefni sem falla undir áherslur okkar. Matvælaframleiðsla, heilbrigðislausnir, lífefnaiðnaður, hugbúnaður fyrir sjávarútveg og grænar lausnir eru í brennidepli hjá okkur. Með þessum áherslum styðjum við fjölbreyttan hóp frumkvöðla.
DriftEA býður þér
- Að miðla þinni einstöku þekkingu til annara.
- Aðstoð við að þróa/ hanna hluti eða jafnvel láta smíða.
- Aðgengi að öflugu hugviti og fjölbreyttri reynslu til að leita lausna á verkefnum.
- Forgang að upplýsingum um spennandi nýsköpunarverkefni.
- Tækifæri til að fjárfesta snemma í einstökum verkefnum.
Merki (lógó) Driftara verður sýnilegt á heimasíðu DriftarEA, nema annars sé óskað. Driftari getur einnig birt merki (lógó) Driftar á sinni heimasíðu.
Ávinningur Driftara getur orðið eftirfarandi
- Aðgengi að frumkvöðlum
- Sterkara tengslanet
- Sérstök þjálfun fyrir starfsfólk
- Bein þátttaka í uppbyggingu nýsköpunarstarfs á Norðurlandi
- Aukin starfsánægja hjá Driftara og starfsfólki hans
- Þverfagleg nálgun margra fyrirtækja og öflug samvinna
- Aðgangur að nýju starfsfólki
- Tækifæri í sameiginlega sókn í rannsóknar- og þróunarstyrki
- Aðgangur að rannsóknum